Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. mars 2024 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar lét vita áður en hann klobbaði Zidane
Icelandair
Rúnar í einum af sínum 104 landsleikjum.
Rúnar í einum af sínum 104 landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Zidane vonsvikinn.
Zidane vonsvikinn.
Mynd: Getty Images
Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður og nú þjálfari Fram, var til viðtals í hlaðvarpsþættinum Svona var Ísland á dögunum. Jóhann Skúli Jónsson og Orri Eiríksson eru umsjónarmenn þáttarins og fóru yfir árin 1986-2000 hjá íslenska karlalandsliðinu með Rúnari.

Talsvert var rætt um leikina gegn Frakklandi í undankeppninni fyrir EM 2000. Ísland gerði 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og var í jafnri stöðu gegn Frökkum, 2-2, þegar seinni leikurinn var hálfnaður.

Rúnar átti magnaðan leik á Laugardalsvelli og fékk 10 í einkunn hjá DV.

„Þessi Zidane getur ekkert, þetta eru allt einhverjir pappakassar, ekkert betri en við" sagði Rúnar að Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, hefði sagt á fundinum fyrir heimaleikinn. „Við trúðum þessu, lágum til baka en spiluðum oft ágætlega þegar við unnum boltann. Gaui fékk menn til að trúa. Hann var snillingur í því að fá fólk með sér og hafa trú á verkefninu. Hann var líka grjótharður og þú þorðir ekkert annað en að hlaupa fyrir hann."

Rúnar var spurður út í eitt atvik úr leikjunum gegn Frökkum, en hann klobbaði goðsögnina Zinedine Zidane í seinni leiknum.

„Ég klobbaði Deschamps á Laugardalsvellinum, þá tók ég boltann með mér eftir klobbann. Þetta var sendingarklobbi gegn Zidane, en það var sögn í honum. Það var búið að vera grín á æfingum í reitarbolta að allir sögðu klobbi og svo sent í gegnum einhvern."

„Maður er svo ruglaður, boltinn datt fyrir mig í seinni hálfleiknum og þá kemur Zidane askvaðandi, ég segi bara „klobbi" og svo sendi hann í gegn. Sendingin hitti held ég alveg örugglega samherja, stuttur bolti,"
sagði Rúnar léttur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner