Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 12. apríl 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Ítalía um helgina - Juventus getur orðið meistari
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Juventus getur orðið ítalskur meistari á morgun ef að liðið nær í þrjú stig gegn SPAL í fyrsta leik umferðarinnar á Ítalíu.

Leikurinn hefst klukkan 13:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. SPAL situr í sextánda sæti deildarinnar og verður það því að teljast ansi líklegt að Juventus klári dæmið á morgun.

Róma og Udinese mætast um miðjan dag og AC Milan fær Lazio í heimsókn í síðasta leik dagsins. Lazio freistar þess enn að ná Meistaradeildarsæti og með sigri á Milan myndi liðið stimpla sig inn í þá baráttu með stæl.

Á sunnudag byrjar veislan snemma eða klukkan 10:30, þegar Torino og Cagliari mætast. Klukkan eitt hefjast síðan þrír leikir og klukkan fjögur heimsækir Napoli lið Chievo, sem er einmitt á botni deildarinnar. Frosinone og Inter Milan mætast síðan í síðasta leik sunnudagsins, Inter í frábærri stöðu hvað varðar Meistaradeildarsæti.

Á mánudag mætast Atalanta og Empoli í síðasta leik 32. umferðarinnar. .

Laugardagur:
13:00 Spal - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
16:00 Roma - Udinese (Stöð 2 Sport 2)
18:30 AC Milan - Lazio (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
10:30 Torino - Cagliari
13:00 Fiorentina - Bologna
13:00 Sampdoria - Genoa (Stöð 2 Sport 2)
13:00 Sassuolo - Parma
16:00 Chievo - Napoli (Stöð 2 Sport 2)
18:30 Frosinone – Inter Milan (Stöð 2 Sport 2)

Mánudagur:
18:30 Atalanta - Empoli
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner