Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 12. júní 2021 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bale: Vonandi í topp formi á réttum tíma
Wales mætir Sviss í fyrsta leik dagsins á EM. Leikurinn hefst klukkan 13:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM.

Stærsta stjarna Wales, Gareth Bale, var í viðtali hjá Sky Sports þar sem hann var spurður út í standið á sér.

„Mér líður vel, í góðu formi, tilbúinn í verkefnið. Ég skoraði nokkur mörk síðustu mánuðina á tímabilinu og fannst við gera betur og betur í hverjum leik. Vonandi kominn í fullkomið form á fullkomnum tíma og vonandi held ég því áfram á þessu móti."

Hefur hann áhyggjur af því að hann skori ekki nóg?

„Það skiptir ekki máli hver skorar mörkin, það eru úrslitin sem skipta máli. Það er orðið svolítið síðan að ég skoraði en ég hef lagt upp sex eða sjö mörk svo ég er að koma að mörkum, ég hef engar áhyggjur, ég veit hvar markið er. Ég næ vonandi að nýta tækifærið þegar ég fæ það."

„Það skiptir ekki máli hver skorar eða leggur upp mörkin, það eina sem skiptir máli fyrir okkur er að vinna leiki"

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner