Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. október 2018 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Walcott vill berjast um Meistaradeildarsæti
Mynd: Getty Images
Theo Walcott hefur byrjað tímabilið vel með Everton og er mjög bjartsýnn varðandi gengi félagsins á tímabilinu.

Everton er búið að vinna tvo leiki í röð og er um miðja deild, með 12 stig eftir 8 umferðir.

„Persónulega þá er ég að vonast eftir því að berjast um Meistaradeildarsæti. Ég er jákvæður náungi og trúi því innilega að við séum á leið í rétta átt," sagði Walcott við sjónvarpsstöð Everton.

„Það er kannski full bjartsýnt að vilja enda í efstu fjórum sætunum, en ég tel okkur eiga góða möguleika á að enda meðal efstu sex."

Everton á næst heimaleik við Crystal Palace eftir landsleikjahlé og gætu Andre Gomes og Yerry Mina verið orðnir klárir í slaginn eftir að hafa þurft að glíma við meiðsli að undanförnu.
Athugasemdir
banner