Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. apríl 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Militao gæti farið frá Real Madrid í sumar
Eder Militao
Eder Militao
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn Eder Militao er að íhuga að yfirgefa Real Madrid í sumar en Goal.com greinir frá.

Real Madrid keypti Militao frá Porto árið 2019 fyrir 50 milljónir evra en hann hefur ekki náð að heilla hjá spænska félaginu og virðist ekki vera að finna sig.

Hann hefur aðeins spilað tíu leiki í öllum keppnum á þessu tímabili og var hann nálægt því að fara frá félaginu á láni í janúar en var áfram eftir að Sergio Ramos meiddist.

Militao er þó að íhuga að yfirgefa Madrídinga í sumar en hann vill vinna sér sæti í brasilíska landsliðinu fyrir HM á næsta ári.

Real Madrid hefur enn tröllatrú á honum og á hann fjögur ár eftir af samningnum. Varane er að íhuga stöðu sína og Ramos er þá líklega á förum frá Madrídingum en Militao vill tryggja stöðu sína.

Samkvæmt Goal.com þá hefur Bayern München mikinn áhuga á að fá hann í sumar. Madrídingar vilja fá svipaða upphæð og félagið greiddi fyrir hann árið 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner