Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. nóvember 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Framtíð Axels Óskars skýrist í janúar
Axel Óskar Andrésson.
Axel Óskar Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Framtíð U21 árs landsliðsmannsins Axels Óskars Andréssonar mun skýrast í félagaskiptaglugganum í janúar.

Axel, sem er tvítugur varnarmaður, hjálpaði VIking að vinna norsku B-deildina um síðustu helgi. Axel kom frá Reading á láni í ágúst og átti stóran þátt í að Viking komst upp um deild.

Fleiri félög höfðu sýnt áhuga á að fá Axel í sumar en Reading vildi ekki selja hann. Axel framlengdi samning sinn við Reading áður en hann fór á lán til Noregs.

„Reading hefur sagt að hann sé framtíðarleikmaður hjá sér. Önnur lið þurfa að gera tilboð ef þau eru áhugasöm." sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Axels, við Fótbolta.net.

„Það gerist eitthvað í janúar. Hann verður seldur, lánaður eða fer í aðalliðshópinn hjá Reading."

Axel er þessa stundina með U21 árs landsliði Íslands á æfingamóti í Kína en fyrsti leikur er gegn Mexíkó á fimmtudag.
Athugasemdir
banner