Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. janúar 2019 21:51
Ívan Guðjón Baldursson
England: Man City ekki í erfiðleikum gegn tíu Úlfum
Gabriel Jesus er búinn að gera sex mörk í síðustu tveimur leikjum.
Gabriel Jesus er búinn að gera sex mörk í síðustu tveimur leikjum.
Mynd: Getty Images
Manchester City 3 - 0 Wolves
1-0 Gabriel Jesus ('10)
2-0 Gabriel Jesus ('39, víti)
3-0 Conor Coady ('78, sjálfsmark)
Rautt spjald: Willy Boly, Wolves ('19)

Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í erfiðleikum er þeir fengu Wolves í heimsókn í kvöld.

Gabriel Jesus kom heimamönnum yfir með auðveldu marki eftir glæsilega fyrirgjöf frá Leroy Sane á vinstri kanti.

Willy Boly, varnarmaður Wolves, fékk beint rautt spjald fyrir hættulega tæklingu skömmu síðar. Spjaldið er afar umdeilt þar sem margir telja að það hafi aðeins átt að vera gult.

Jesus tvöfaldaði forystu Man City eftir að Raheem Sterling fiskaði vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og fóru meistararnir inn í leikhléð með þægilega forystu gegn tíu leikmönnum Úlfanna.

Kevin De Bruyne var skipt inná í síðari hálfleik og var hann snöggur að láta til sín taka því korteri síðar skallaði Conor Coady fyrirgjöf frá honum í eigið net og fullkomnaði þannig sigur Man City sem er fjórum stigum eftir Liverpool í toppbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner