Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. júlí 2018 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta sjálfsmarkið og umdeildur VAR-dómur
Staðan 2-1 fyrir Frakka eftir frábæran fyrri hálfleik
Griezmann skoraði og tók aukaspyrnu sem leiddi til marks.
Griezmann skoraði og tók aukaspyrnu sem leiddi til marks.
Mynd: Getty Images
Perisic fékk á sig dæmda umdeilda vítspyrnu.
Perisic fékk á sig dæmda umdeilda vítspyrnu.
Mynd: Getty Images
Fyrri hálfleiknum í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í Rússlandi er lokið. Frakkland leiðir 2-1 gegn Króatíu.

Fyrsta sjálfsmarkið í úrslitaleik HM
Frakkland komst yfir á 18. mínútu þegar Mario Mandzukic, hetja Króatíu frá því í undanúrslitunum, skoraði sjálfsmark eftir aukaspyrnu Antoine Griezmann.

Gríðarlega svekkjandi fyrir Mandzukic en hann er fyrsti leikmaður sögunnar til að skora sjálfsmark í úrslitaleik HM.


Hetja breyttist í skúrk - Umdeildur dómur
Frakkar voru ekki lengi yfir því Ivan Perisic jafnaði með frábæru marki 10 mínútum síðar.

Perisic var hetjan í skamma stund, hann breyttist í skúrk nokkrum mínútum síðar þegar Nestor Pitana, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu á hann.

Eftir hornspyrnu fór boltinn í henti Perisic og kvörtuðu Frakkar. Pitana skoðaði atvikið með hjálp VAR og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu sem Griezmann skoraði úr af öryggi.

Dómurinn var mjög umdeildur og eru skiptar skoðanir á honum, jafnvel þó svo að Pitana hafi skoðað hann á myndbandi.

Smelltu hér til að sjá myndband af vítaspyrnudómnum.

Var þetta víti?















Athugasemdir
banner
banner