Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 16. febrúar 2021 22:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mbappe er besti leikmaður í heimi"
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe átti rosalegt kvöld í Meistaradeildinni þegar Paris Saint-Germain sótti 1-4 sigur til Barcelona.

Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn er í París fyrri hluta marsmánaðar.

Það var enginn Neymar í liði PSG í kvöld og hinn 22 ára gamli Mbappe tók því málin bara í sínar eigin hendur. Hann skoraði þrennu fyrir PSG í leiknum og var frábær.

Joe Cole, fyrrum landsliðsmaður Englands, var stórorður í garð Mbappe eftir leikinn. „Hann er besti leikmaður í heimi," sagði Cole á BT Sport.

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa deilt því að vera bestu fótboltamenn veraldar síðustu 10-15 árin en núna fer það að breytast þar sem þeir eru orðnir eldri. Mbappe er klárlega á meðal bestu leikmanna í heimi í augnablikinu en hvort hann sé bestur akkúrat núna, það er umdeilanlegt.


Athugasemdir
banner
banner