Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. maí 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Edilson: Ég var betri en Neymar, Messi og Ronaldo
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Edilson, sem spilaði 21 landsleik með Brasilíu og lék nokkuð stórt hlutverk í sigrinum á HM 2002, segist hafa verið betri heldur en allir bestu knattspyrnumenn heims í dag.

Edilson lék aðeins eitt tímabil í Evrópu og tókst að skora 17 mörk í 31 leik að láni hjá Benfica. Annars lék hann aðallega í Brasilíu en stoppaði einnig í Japan og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

„Þegar ég var uppá mitt besta var ég betri en Neymar. Hann þarf að vinna HM til að teljast betri en ég. Það sama á við um Messi," sagði Edilson í spjalli við TV Bandeirantes á þriðjudaginn.

„Cristiano Ronaldo er mjög sterkur. Hann er afburðagóður skotmaður með báðum fótum en ég var hæfileikaríkari."

Samkvæmt röksemdafærslu Edilson verða leikmenn að vinna HM til að geta talist bestir. Lionel Messi komst nálægt því þegar Argentína tapaði úrslitaleiknum gegn Þýskalandi 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner