Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 14:48
Aksentije Milisic
Enski bikarinn: Chelsea skoraði fjögur og komst á Wembley
Chelsea komið á Wembley.
Chelsea komið á Wembley.
Mynd: EPA
Palmer að spila frábærlega.
Palmer að spila frábærlega.
Mynd: EPA

Chelsea 4-2 Leicester City
1-0 Marc Cucurella ('13 )
1-0 Raheem Sterling ('26 , Misnotað víti)
2-0 Cole Palmer ('45 )
2-1 Axel Disasi ('51 , sjálfsmark)
2-2 Stephy Mavididi ('62 )
3-2 Carney Chukwuemeka ('90 )
4-2 Noni Madueke ('90)
Rautt spjald: Callum Doyle, Leicester City ('73)


Chelsea og Leicester City áttust við í 8 liða úrslitum enska bikarsins í dag en leikurinn var hinn fjörugasti. 

Chelsea komst í tveggja marka forystu með mörkum frá Marc Cucurella og Cole Palmer en bæði mörkin komu af stuttu færi. Í millitíðinni hafði Raheem Sterling klúðrað vítaspyrnu.

Staðan var 2-0 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks skoraði Axel Disasi skrautlegt sjálfsmark. Hann sparkaði boltanum þá í eigið net af stuttu færi og einungis ellefu mínútum seinna náði Championship lið Leicester að jafna metin með marki frá Stephy Mavididi.

Leicester þurfti að spila síðustu tuttugu mínúturnar manni færri en Callum Doyle braut þá af sér sem aftasti varnarmaður. Það nýtti Chelsea sér en Carney Chukwuemeka skoraði eftir geggjaða sendingu frá Palmer og það var svo Noni Madueke sem kláraði leikinn með glæsilegu einstaklingsframtaki.

Chelsea því komið í undanúrslitin á Wembley ásamt Convetry og Man City. Það mun svo vera Man Utd eða Liverpool sem mun slást í hópinn á eftir.


Athugasemdir
banner