Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. júlí 2018 14:21
Arnar Daði Arnarsson
Guðni segir KSÍ hafa verið tilbúið að hækka laun Heimis
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson formaður KSÍ segir að ákvörðun Heimis Hallgrímssonar, fráfarandi landsliðsþjálfara Íslands sem tilkynnti í dag að hann myndi hætta sem þjálfari landsliðsins snerist ekkert um laun.

Guðni segir KSÍ hafa verið búið að ræða laun við Heimi fyrir HM og þar hafi honum staðið til boða að fá launahækkun.

„Varðandi launaliðinn þá var Heimir á fínum launum. Við vorum ekkert að ræða launin og þessi ákvörðun hans snerist ekkert um launin. Við ræddum um launaliðinn fyrir HM og þá ræddi ég um að þetta yrði tiltöluleg prósentuhækkun. Við vorum tilbúnir að teygja okkur og gera betur við hann en launin tengdust árangri og svo framvegis. Þetta snerist ekki um peninga."

En er KSÍ tilbúið að hækka launaþakið ef þess þarf fyrir erlendan þjálfara?

„Varðandi erlendan þjálfara hvort hann verði á frekari fóðrum og hvort við þurfum að auka launin er eitthvað sem við tæklum þegar til kemur. Við erum bæði að skoða innlenda og erlenda þjálfara. Við erum með opin huga núna hvað þetta varðar. Við erum ekki komin svo langt hvort við myndum hækka launin ef við virkilega þyrftum til að tryggja okkur einhvern þjálfara sem við teljum vera rétta manninn," sagði formaður KSÍ, Guðni Bergsson.

Fréttamannafundur Guðna má sjá í heild sinni hér að neðan.
Heimir hættur: Sjáðu fund Guðna Bergs í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner