Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. maí 2020 14:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ágúst Hlyns: Við stefnum á dollu
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Hlynsson og Óttar Magnús Karlsson voru gestir í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardag. Víkingur varð bikarmeistari á síðasta tímabili en endaði í 7. sæti í pepsi Max-deildinni.

Liðinu er spáð talsvert betra gengi í sumar og markmiðið er að landa öðrum titli.

„Við stefnum á dollu. Það væri gott að ná báðum dollunum en mér er sama hvor dollan það verður. Það verður allavega dolla," sagði Ágúst í viðtalinu.

Víkingur vann KA 6-0 í Lengjubikarnum 7. mars síðastliðinn en það var síðasti leikur liðsins áður en hlé var gert vegna kórónaveirunnar.

„Ég held að við séum á mun betri stað núna en 7. sæti. Við höfum drillað þetta vel í gegn í vetur og maður fann mun á leikjunum seinni part sumars og leikjunum í vetur. Þó að það sé minna að marka undirbúningsleikina þá fann maður mun," sagði Óttar Magnús.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ágúst og Óttar.
Bikarmeistararnir Ágúst Hlyns og Óttar Magnús
Athugasemdir
banner
banner
banner