Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. ágúst 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp um Adrian: Ég bauð hann bara velkominn til félagsins
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp sló á létta strengi þegar hann var spurður út í slæm mistök Adrian í 1-2 sigri Liverpool gegn Southampton í gær.

Liverpool komst í 0-2 en undir lokin gaf markvörðurinn heimamönnum mark. Danny Ings kom upp í pressu og sparkaði Adrian boltanum í Ings sem setti hann í netið.

Þetta minnti Klopp á mistök sem Alisson gerði gegn Norwich í fyrstu umferð og nýtti hann tækifærið til að hrósa Adrian fyrir góða frammistöðu í leiknum.

„Adrian hefur hugsað 'Ég er búinn að spila vel eins og Alisson þannig núna þarf ég að gera sömu mistök og hann'", sagði Klopp að leikslokum.

„Þetta er augljóslega eitthvað sem allir markmenn gera hjá Liverpool þannig að ég bauð hann bara velkominn til félagsins. Nú er hann loksins alvöru Liverpool markvörður. Hann gerði mistök og það er ekki vandamál fyrir mig fyrst við unnum leikinn.

„Þessi mistök opnuðu þó leikinn og skömmu síðar fékk Ings gott færi en sem betur fer héldum við út. Strákarnir hafa fundið fyrir þreytunni þegar þeir fengu markið á sig. Þegar á heildina er litið fannst mér við eiga þessi stig skilið og ég er ekki reiður útaf þessum mistökum."


Adrian var tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla sem hann hlaut eftir að vera tæklaður af eigin stuðningsmanni í vikunni. Hann átti góðan leik þó hann hafi ekki verið jafn góður og Alisson með fótunum.

„Hann var með bólginn ökkla, við vorum að senda boltann alltof mikið aftur á hann. Það gengur ekki að senda boltann alltaf á hann og vona að verkjatöflurnar séu að virka. Hann átti erfitt með að sparka í boltann og það sást í leiknum."

Adrian var svo bólginn eftir úrslitaleikinn að Klopp sagði hann vera með 'fílsökkla' og ítrekaði hann það í gær.

„Hefðuð þið séð ökklann hans á fimmtudaginn þegar við lentum með flugvélinni þá mynduð þið furða ykkur á því að hann hafi yfir höfuð náð að gefa svona góða sendingu á Ings."
Athugasemdir
banner
banner
banner