Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin úr sigri Liverpool gegn PSG
Mynd: Getty Images
Liverpool sigraði Paris Saint-Germain þegar liðin mættust í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Liverpool komst í 2-0 en PSG náði að jafna í 2-2. Kylian Mbappe jafnaði metin á 83. mínútu.

Jafntefli virtist ætla að vera niðurstaðan en þá kemur Roberto Firmino til sögunnar. Firmino byrjaði á bekknum eftir að potað var í augað á honum gegn Tottenham um liðna helgi, en hann kom inn á þegar 72 mínútur voru búnar. Firmino skoraði sigurmark Liverpool í uppbótartíma og allt ætlaði um koll að keyra á Anfield.

Lokatölur 3-2.

Liverpool 3 - 2 Paris Saint Germain
1-0 Daniel Sturridge ('30 )
2-0 James Milner ('36 , víti)
2-1 Thomas Meunier ('40 )
2-2 Kylian Mbappe ('83 )
3-2 Roberto Firmino ('90 )

Vísir.is hefur birt myndband af mörkunum úr leiknum. Smelltu hér til að sjá þau.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner