Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. desember 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Vill að Mahrez fái virðingu í kvöld
Riyad Mahrez.
Riyad Mahrez.
Mynd: Getty Images
Claude Puel, stjóri Leicester, segir að Riyad Mahrez verðskuldi góðar móttökur frá stuðningsmönnum félagsins í kvöld þegar Manchester City kemur í heimsókn í enska deildabikarnum.

Mahrez átti stóran þátt í því þegar Leicester varð enskur meistari árið 2016 en hann mætir liðinu nú í fyrsta skipti.

„Riyad verðskuldar virðingu því hann gerði sitt besta fyrir félagið. Félagið og liðsfélagarnir gáfu honum mikið líka," sagði Puel.

„Hann breytti leiknum og hann var ótrúlegur hér. Hann var mikilvægur í leiðinni að titlinum."

„Við getum ekki gleymt öllu sem hann gaf félaginu og liðsfélögunum. Ég vona að við getum boðið hann velkominn."

Athugasemdir
banner
banner
banner