Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. febrúar 2019 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Getur lært mikið af Gylfa og Gomes
Mynd: Getty Images
Tom Davies er miðjumaður sem Everton bindur miklar vonir við fyrir framtíðina. Davies er tvítugur og hefur leikið tæplega 70 leiki fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrr á þessu tímabili varð Davies yngsti fyrirliði í sögu Everton.

Hann er í viðtali á heimasíðu Everton í dag þar sem hann segist vera læra mikið á því að spila með Andre Gomes og Gylfa Þór Sigurðssyni.

„Andre er leikmaður með mikil gæði. Það er gott að hafa hann í liðinu og það sama má segja um Gylfa," sagði Davies.

„Þeir eru báðir mjög góðir á boltanum og stórkostlegir tæknilega. Ég reyni að læra af þeim til að bæta minn leik."

„Gylfi hefur lengi staðið sig vel í ensku úrvalsdeildinni og Andre var hjá Barcelona og spilaði mikið í spænsku úrvalsdeildinni. Ég gæt lært mikið af þeim."
Athugasemdir
banner