Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2019 17:12
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einar skrifar undir tveggja ára samning
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson mun ganga til liðs við Heimi Hallgrímsson og lærisveina hans í Al-Arabi þegar samningur hans við Cardiff City rennur út.

Menn virðast afar spenntir fyrir Aroni í Katar og er félagið duglegt að minna á komu hans. Hann skrifar undir tveggja ára samning með möguleika á árs framlengingu.

Heimir tók við Al-Arabi í desember og hefur unnið tvo deildarleiki og tapað tveimur. Aron verður þrítugur í apríl og hefur verið landsliðsfyrirliði okkar Íslendinga í að verða sjö ár.

Al-Arabi er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar, sex stigum frá umspilssæti fyrir Meistaradeild.




Athugasemdir
banner
banner