Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. maí 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ræðst á fundi 28. maí hvort að deildin haldi áfram á Ítalíu
Ronaldo og félagar í Juventus eru á toppnum.
Ronaldo og félagar í Juventus eru á toppnum.
Mynd: Getty Images
Það ræðst þann 28. maí næstkomandi hvort að hægt verði að halda leik áfram í ítölsku úrvalsdeildinni.

Lið á Ítalíu mega fara að byrja að æfa í hópnu, en þann 28. maí verður tekinn fundur þar sem tekin verður lokaákvörðun um það hvort hægt verði að halda áfram leik á Ítalíu eða ekki.

„Ég er búinn að skipuleggja fund þann 28. maí með Gravina (forseta ítalska knattspyrnusambandsins) og Dal Pino (forseta Seríu A)," sagði Vincenzo Spadafora, íþróttamálaráðherra Ítalíu, við Rai í dag.

„Í næstu viku munum við hafa öll þau gögn sem við þurfum til að taka ákvörðun um það hvort við getum haldið áfram eða ekki. Fimmtudaginn 28. maí vitum við það hvort að deildin haldi áfram."

Juventus er í efsta sæti deildarinnar, Lazio er í öðru sæti og Inter er í því þriðja. Ekki hefur verið leikið í ítölsku úrvalsdeildinni síðastliðna tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner