Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. júlí 2020 14:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingó Sig skoraði rosalegt mark á Hornafirði í gær
Ingólfur á skotskónum í gær.
Ingólfur á skotskónum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður KV, skoraði stórglæsilegt mark gegn Sindra á Hornafirði í gær.

Liðin mættust í 6. umferð 3. deildar karla á Sindravelli og unnu heimamenn 2-1 sigur. KV var fyrir leikinn í toppsæti deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap í fyrstu fimm leikjunum.

Ingó skoraði fyrsta mark leiksins og má sjá það hér að neðan. Ingó tók aukaspyrna utan af hægri kantinum, frekar langt frá teignum, með vinstri fæti. Boltinn hafnaði í þverslánni og fór af henni yfir línuna, glæsilegt mark í þokkalegasta vindi.

Það voru þeir Abdul Bangura og Kristinn Justiniano Snjólfsson sem svöruðu þessu marki Ingólfs og tryggðu heimasigur. KV er í 2. sæti deildarinnar og Sindri í fjórða sætinu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner