Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Ekki stórkostlegt en nógu gott
Minnti á að Dalot er bara 19 ára
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
„Verkefni lokið," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United, eftir 3-0 sigur á Young Boys í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram í Sviss.

„Þetta var ekki stórkostlegt en nógu gott. Þeir byrjuðu af krafti og voru með mikið sjálfstraust en þegar við skoruðum fyrsta markið tókum við stjórnina á leiknum. Við náðum stöðugleika fyrir seinni hálfleikinn."

„Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik þar sem hin tvö liðin munu örugglega taka sex stig gegn Young Boys. Núna eigum við tvo mikilvæga leiki gegn Juventus og Valencia. Þetta eru tveir sterkir andstæðingar."

Leikurinn var spilaður á gervigrasi en Mourinho er ekki mikill aðdáandi. „Fótboltinn er fallegri á venjulegu grasi."

Mourinho var síðan spurður út í Paul Pogba og Diogo Dalot, sem þóttu tveir bestu leikmenn vallarins. Dalot var að spila sinn fyrsta leik fyrir aðallið Man Utd.

„Pogba var þreyttur þegar leið á leikinn en þett var góð frammistaða. Hann gaf okkur hraðann sem við þurftum á vissum augnablikum í leiknum. Hann stjórnaði hraðanum og fyrra markið hjá honum var mjög gott."

„Vítaspyrnumarkið sýndi karakter Pogba. Þegar þú klúðrar þá fá sumir efasemdir en ekki hann."

„Báðir bakverðirnir (Dalot og Shaw) voru mjög góðir. Þeir voru sóknarsinnaðir og alltaf með augun opin. Luke hefur verið að spila vel frá því í byrjun tímabilsins og Diogo er einn besti ungi bakvörðurinn í Evrópu. Hann er bara 19 ára," sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner