Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 19. september 2018 16:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Völsungur á Egilsstöðum en Huginn á Seyðisfirði
Leikmenn Hugins mættu á Seyðisfjarðarvöll en búið var að færa leikinn yfir á Fellavöll.
Leikmenn Hugins mættu á Seyðisfjarðarvöll en búið var að færa leikinn yfir á Fellavöll.
Mynd: Huginn
Endurtekinn leikur Hugins og Völsungs í 2. deild karla átti að hefjast núna klukkan 16:30 en leikurinn er ekki hafin..

Þetta er endurtekinn leikur en áfrýjunardómstóll KSÍ ógildi viðureign liðanna í ágúst. Ástæðan eru stór mistök dómara í leiknum. Þetta er mjög umdeilt mál.

Huginsmenn lýstu yfir óánægju sinni með dóminn þegar hann var kveðinn upp.

Sjá einnig:
Yfirlýsing Hugins - Hafnar niðurstöðu áfrýjunardómstóls

Í dómsuppkvaðningu kemur fram að leikurinn eigi að fara fram á Seyðisfjarðarvelli en af einhverri ástæðu var hann færður yfir á Egilsstaði, á Fellavöll. Þangað mætti lið Völsungs rétt upp úr klukkan 15 en Huginsmenn mættu ekki. Leikmenn Hugins eru mættir á Seyðisfjarðarvöll eins og segir til um í dómi KSÍ.

Annað liðið er því á Egilsstöðum en hitt liðið er á Seyðisfirði. Það mun koma í ljós á næstu mínútunum hvernig rætist úr þessu.




Huginn auglýsti í morgun leikinn á Twitter. Þar segir að leikurinn sé á Seyðisfjarðarvelli, en búið er að færa hann á Egilsstaði.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner