Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. október 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Ben verður þjálfari Þróttar Vogum
Lengjudeildin
Íslandsmeistaratitlinum fagnað í sumar.
Íslandsmeistaratitlinum fagnað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Benedikt Eiríksson verður tilkynntur þjálfari Þróttar Vogum í dag samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Þróttur hefur verið í þjálfaraleit síðan Hermann Hreiðarsson ákvað að halda til Vestmannaeyja og þjálfa uppeldisfélag sitt ÍBV. Hemmi hafði verið þjálfari Þróttar síðasta eitt og hálfa tímabilið eða svo.

Eiður hefur undanfarin ár verið í teymi með Pétri Péturssyni og hafa þeir þjálfað kvennalið Vals. Valur varð Íslandsmeistari 2019 og aftur í ár.

Eiður er fæddur árið 1991 og er uppalinn hjá Fjölni. Áður en hann tók við starfinu hjá Val hafi hann starfað sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fylki og hjá Fjölni sem yngri flokka þjálfari og þjálfari Vængja Júpíters.

Þróttur tryggði sér í sumar sæti í næstefstu deild með því að enda í efsta sæti 2. deildar. Félagið er í fyrsta sinn í næstefstu deild í sögu þess.
Athugasemdir
banner
banner