Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Davies hefur þrjá mánuði til að semja við Bayern
Mynd: EPA
Max Eberl, framkvæmdastjóri FC Bayern, tjáði sig um framtíð ýmissa leikmanna liðsins í dag.

Þar var hann meðal annars spurður út í framtíð Alphonso Davies, sem á tæplega eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið.

„Ekkert félag vill missa leikmenn á frjálsri sölu ef það næst ekki samkomulag um nýjan samning. Ef leikmenn vilja ekki vera hjá félaginu, þá þarf að taka ákvarðanir," sagði Eberl, en auk Davies þá eru Joshua Kimmich, Leroy Sané og Thomas Müller meðal þeirra sem renna út á samningum sumarið 2025.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano heldur því fram að Davies hefur tíma þar til í sumar til að gera nýjan samning við FC Bayern, annars verður hann settur á sölulista.

Davies vill fara til Real Madrid til að vera partur af mögnuðu ofurliði sem virðist vera að myndast þar.

Barcelona er meðal félaga sem hafa einnig verið orðuð við Davies, sem er einn af bestu vinstri bakvörðum heims um þessar mundir.

Það eru fleiri leikmenn sem renna út á samningi í júní 2026 og er Jamal Musiala, 21 árs sóknartengiliður, einn þeirra.

„Það er forgangsatriði að semja við Jamal Musiala, það er ekkert annað í boði. Við viljum halda gæðamiklum ungum leikmönnum eins og Musiala, Tel, Pavlovic og öðrum. Þeir eru mikilvægir, en við þurfum líka að hafa reynda leikmenn í hópnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner