Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. apríl 2019 20:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Valverde um leikinn gegn Liverpool: Verður mjög erfiður leikur
Barcelona mætir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Barcelona mætir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Barcelona og Liverpool mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, fyrri leikur liðanna fer fram á Nývangi þann 1. maí og seinni leikurinn á Anfield verður leikinn þann 7. maí.

Ernesto Valverde knattspyrnustjóri Barcelona á von á mjög erfiðum leikjum.

„Liverpool er með mjög sterkt lið, sóknarlínan hjá þeim er ógnarsterk og þeir hafa verið að gera frábæra hluti, sérstaklega síðustu tvö árin."

„Á síðasta ári komust þeir í úrslitaleikinn og þetta tímabil hefur einnig verið frábært hjá þeim, að auki eru þeir í toppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni," sagði Valverde.

„Þetta verður mjög skemmtileg viðureign fyrir þá, okkur og auðvitað allra aðra sem fylgjast með fótbolta. Það er alveg ljóst að þetta verður mjög erfið viðureign fyrir bæði lið."

„Úrslitaleikurinn er ekki langt undan, við munum gera okkar allra besta til að komast þangað," sagði Valverde að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner