Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. júlí 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Cartagena upp um deild - Hvað gerir Diego?
Mynd: Getty Images
Cartagena komst í gær upp í spænsku B-deildina eftir sigur á Atletico Baleares í úrslitaleik í umspili í C-deildinni.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en Cartagena vann í vítaspyrnukeppni.

Diego Jóhannesson var í byrjunarliði Cartagena í gær en hann kom til félagsins á láni frá Real Oviedo í janúar.

Diego er 26 ára gamall en hann á þrjá leiki að baki með íslenska landsliðinu.

Framtíð Diego mun skýrast í sumar en lánssamningur hans hjá Cartagena er nú á enda. Nú er ljóst að bæði Cartagena og Oviedo leika í B-deildinni á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner