Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. ágúst 2018 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool með sigur á erfiðum útivelli
Leikmenn Liverpool fagna marki í kvöld.
Leikmenn Liverpool fagna marki í kvöld.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 0 - 1 Liverpool
0-1 James Milner ('45, víti)
0-2 Sadio Mane ('90)
Rautt spjald: Aaron Wan-Bissaka, Crystal Palace ('75)

Liverpool náði að knýja fram sigur þegar liðið mætti Crystal Palace á þessu mánudagskvöldi í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var á Selhurst Park í Lundúnum.

Liverpool var meira með boltann, eins og gera mátti ráð fyrir, en Palace átti líka sínar tilraunir í fyrri hálfleiknum. Andros Townsend komst næst því að skora þegar hann átti frábært skot sem small í þverslánni.

Stuttu áður hafði Mohamed Salah komist fínt færi en sett boltann yfir. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins var Salah aftur á ferðinni þegar hann féll í teignum eftir viðskipti við Mamadou Sakho, fyrrum leikmann Liverpool. Sakho gerðist sekur um klaufaskap þegar hann felldi Salah. Michael Oliver, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. Á punktinn fór James Milner, hann klúðrar ekki mörgum vítaspyrnum og hann gerði það ekki í þetta skiptið.

Staðan 1-0 fyrir Liverpool í leikhléinu, en heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og þurfti Alisson að verja nokkrum sinnum.

Þegar stundarfjórðungur var eftir fékk Aaron Wan-Bissaka, bakvörður Crystal Palace, að líta beint rautt spjald þegar hann klippti Salah niður. Egyptinn var sloppinn í gegn. Liverpool nýtti sér liðsmuninn og skoraði Sadio Mane annað mark gestanna í uppbótartímanum.

Lokatölur 2-0 fyrir Liverpool á þessum erfiða útivelli.

Hvað þýða þessi úrslit?
Fullkomin byrjun hjá Liverpool; tveir sigrar, sex mörk og engin mörk fengin á sig. Crystal Palace er með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner