Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. september 2018 10:00
Fótbolti.net
Lið 20. umferðar: Í sjötta sinn í sumar
Aron Elí Gíslason er í markinu.
Aron Elí Gíslason er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Pálmi Rafn Pálmason er í liði umferðarinnar.
Pálmi Rafn Pálmason er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Karl Guðmundsson.
Guðmundur Karl Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen framherji Vals er leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deildinni eftir þrennu sína gegn ÍBV um helgina. Patrick er einnig í liði umferðarinnar í sjötta skipti í sumar. Haukur Páll Sigurðsson, liðsfélagi hans úr Val, er einnig í liði umferðarinnar en hann skoraði líka í 5-1 sigrinum á ÍBV.

KA setti strik í titilvonir Stjörnunnar með 1-1 jafntefli í Garðabæ. Aron Elí Gíslason átti stórleik í marki KA og Daníel Hafsteinsson var öflugur á miðjunni.

Blikar komu sterkir til baka eftir tapið í bikarúrslitunum um helgina og unnu Fylki 3-0 í Árbænum. Aron Bjarnason og Jonathan Hendrickx voru báðir á skotskónum og áttu góðan leik.

Fjölnismenn eru ennþá á lífi í botnbaráttunni eftir mikilvægan 1-0 útisigur á Grindavík. Guðmundur Karl Guðmundsson var maður leiksins þar ogTorfi Tímoteus Gunnarsson var góður í vörninni.

KR færðist nær Evrópusæti með 3-1 sigri á Keflavík. Pálmi Rafn Pálmason og Atli Sigurjónsson skoruðu báðir og drógu vagninn í sóknarleik KR á sunnudaginn.

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson varnarmaður Víkings R. var maður leiksins í 1-1 jafntefli gegn FH en þar skoraði hann meðal annars eftir hornspyrnu.

Sjá einnig:
Úrvalslið 19. umferðar
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner