Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. september 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guðlaugur Victor meðal þeirra bestu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson bar fyrirliðabandið og lék allan leikinn er Zurich hafði betur gegn AEK Larnaca í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Leikið var í Kýpur og skoraði Benjamin Kololli eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 61. mínútu. Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir frá Sviss náðu fleiri skotum á rammann.

Heimasíða Zurich, fcz.ch, segir Guðlaug Victor hafa verið einn af bestu mönnum vallarins. Hann hafi barist eins og stríðsmaður fyrir sína menn og verið öruggur á boltanum.

Tölfræðivefsíðan WhoScored gefur Guðlaugi Victori þriðju hæstu einkunn vallarins, eftir markaskoraranum og hægri bakverðinum.

Næsti leikur Zurich í Evrópudeildinni er á heimavelli gegn Ludogorets 4. október. Bayer Leverkusen er einnig í riðlinum.

Zurich er með átta stig eftir sex fyrstu umferðir tímabilsins í svissneska boltanum. Liðið er aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu, en Young Boys eru með afgerandi forystu á toppnum, með fullt hús stiga.
Athugasemdir
banner
banner