Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. september 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Vill að Everton byggi liðið í kringum Gylfa - Finnur alltaf sendinguna
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Pat Nevin, fyrrum kantmaður Everton og núverandi sparkspekingur á BBC, hrósar Gylfa Þór Sigurðssyni í hástert í viðtali á heimasíðu Everton.

Pat vill að Marco Silva, stjóri Everton, byggi lið sitt upp í kringum Gylfa.

„Ég tel að hann sé sérstakur leikmaður sem þú getur byggt liðið þitt upp í kringum," sagði Pat.

„Yfirsýnin hjá honum er framúrskarandi. Ef þú ert skapandi leikmaður eins og ég var á ferli mínum þá sérðu sendingarnar sem þú átt að senda."

„Þú sérð leikmenn sem ná stundum svona sendingum en síðan ertu með leikmenn eins og hann sem ná alltaf sendingunni ef hún er á."

„Hann á ekki of stuttar sendingar, hann staðsetur þær rétt. Hann er með sérstaka yfirsýn."

„Af því að hann hefur hana þá nær hann strax tengingu við leikmennina í kringum sig. Ef Theo Walcott tekur hlaup í svæði þá kemur boltinn þangað. Það er ekkert kannski. Hann mun finna hann. Hann hefur yfirsýnina til að sjá sendinguna og tæknina til að skila henni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner