Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. febrúar 2019 16:41
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Arsenal og BATE: Özil byrjar
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Seinni viðureign Arsenal og Hvítrússnesku meistarana í BATE í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar hefst klukkan 17:55. BATE leiðir eftir 1-0 sigur í heimaleik sínum.

Sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette er ekki með Arsenal en Pierre-Emerick Aubameyang er í byrjunarliðinu. Þá fær Mesut Özil tækifæri en hann hefur ekki verið ofarlega á vinsældarlista Unai Emery.

Willum Þór Willumsson gekk í raðir BATE frá Breiðabliki á dögunum og er leikmaðurinn ungi með liðinu í London. Hann er þó ekki löglegur í leiknum í kvöld.

Þess má geta að eftirlitsmaður UEFA á leiknum er Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ.

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Lichtsteiner, Mustafi, Koscielny, Monreal, Guendouzi, Xhaka, Mkhitaryan, Özil, Iwobi, Aubameyang

(Varamenn: Leno, Sokratis, Kolasinac, Torreira, Ramsey, Suarez, Nketiah)

Byrjunarlið BATE: Scherbitski; Rios, Volkov, Filipenko, Filipovic; Baga, Dragun, Simovic; Milic, Skavysh, Stasevich.

Leikir dagsins:
17:55 Dinamo Zagreb - Viktoria Plzen (1-2)
17:55 Salzburg - Club Brugge (1-2)
17:55 Napoli - Zürich (3-1)
17:55 Eintracht Frankfurt - Shakhtar Donetsk (2-2)
17:55 Valencia - Celtic (2-0) - Stöð 2 Sport
17:55 Zenit - Fenerbache (0-1)
17:55 Villarreal - Sporting CP (1-0)
17:55 Arsenal - BATE (0-1) - Stöð 2 Sport 2
20:00 Inter - Rapíd Vín (1-0)
20:00 Genk - Slavia Prag (0-0)
20:00 Bayer Leverkusen - Krasnodar (0-0) - Stöð 2 Sport 2
20:00 Chelsea - Malmö (2-1) - Stöð 2 Sport
20:00 Real Betis - Rennes (3-3)
20:00 Dynamo Kiev - Olympiakos (2-2)
20:00 Benfica - Galatasaray (2-1)
Athugasemdir
banner