Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2019 19:00
Arnar Helgi Magnússon
Hamren: Leikmennirnir vanir að spila mismunandi leiki
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Þeir eru með mjög gott leikskipulag varnarlega og vinna vel saman sem lið," sagði Erik Hamren þegar hann var spurður út í andstæðing Íslands á morgun.

Leikur Íslands og Andorra hefst á slaginu 19:45 en leikið verður á þjóðarleikvangi Andorra, Estadi Nacional.

Gert er ráð fyrir því að Ísland stjórni spilinu á morgun og segir Hamren að það ætti ekki að vera vandamál.

„Leikmennirnir eru vanir að spila mismunandi leiki. Þeir eru vanir því með félagsliðum en ekki landsliðum. Stundum erum við líklegra lið og stundum ekki."

Eftir leikinn á morgun fer liðið til Parísar þar sem að Heimsmeistarar Frakklands bíða á mánudag.

„Það er ekkert erfitt að mótivera þá, draumurinn er að fara á EM 2020 og þá þurfum við góð úrslit. Við erum mjög mótiveraðir og klárir í að byrja þessa keppni," sagði Hamren að lokum
Athugasemdir
banner
banner
banner