Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2019 18:32
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Andorra: Eyðum ekki tíma í að hugsa um gervigrasið
Icelandair
Koldo Alvarez, landsliðsþjálfari Andorra.
Koldo Alvarez, landsliðsþjálfari Andorra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Koldo Alvarez, hinn afar geðþekki landsliðsþjálfari Andorra, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en á morgun er viðureign gegn Íslandi í undankeppni EM.

Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu, spurði Alvarez út í ummæli kollega hans, Erik Hamren, sem fer ekki leynt með skoðanir sínar á gervigrasi.

„Samkvæmt reglum UEFA er leyfilegt að spila á gervigrasi og allar þjóðir geta gert það ef þær vilja," sagðu Alvarez.

„Í draumaheimi væri ég til í að hafa náttúrulegt gras og bestu mögulegu aðstæður. Staðan er samt ekki þannig og við ætlum ekki að eyða tíma í að hugsa um hvort það væri betra eða ekki."

Alvarez lagði mikla áherslu á það á fréttamannafundinum að hann vildi sjá sína leikmenn gera sitt besta í leiknum á morgun.

Með honum á fundinum var gamla kempan Ildefons Lima, fyrirliði Andorra. Þessi 39 ára leikmaður er að fara að spila sinn 120. landsleik fyrir Andorra.

„Íslenska liðið er líkamlega öflugt og er með hörku í sínum leikstíl," sagði Lima sem lék með Andorra í landsleik gegn Íslandi fyrir 20 árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner