Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. júní 2020 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Lukaku og Lautaro skoruðu fyrir Inter
Lukaku og Lautaro.
Lukaku og Lautaro.
Mynd: Getty Images
Ítalska úrvalsdeildin er byrjuð aftur og unnu Inter og Atalanta leiki sína þennan sunnudaginn.

Inter fékk Sampdoria í heimsókn og skoraði Romelu Lukaku fyrsta markið eftir tíu mínútur. Félagi hans í sókninni, Lautaro Martinez, skoraði annað mark Inter á 33. mínútu leiksins og var staðan 2-0 í hálfleik.

Norðmaðurinn Morten Thorsby minnkaði muninn fyrir Sampdoria í byrjun seinni hálfleiks, en lengra komst Sampdoria ekki. Inter er í þriðja sæti með 57 stig, sex stigum frá toppnum. Sampdoria er í 16. sæti, einu stigi frá fallsæti.

Atalanta pakkaði Sassuolo saman á heimavelli. Atalanta var 3-0 yfir í hálfleik og vann að lokum 4-1 flottan sigur. Atalanta er í fjórða sæti og stefnir á að komast í Meistaradeildina, en Sassuolo er í 12. sæti.

Inter 2 - 1 Sampdoria
1-0 Romelu Lukaku ('10 )
2-0 Lautaro Martinez ('33 )
2-1 Morten Thorsby ('52 )

Atalanta 4 - 1 Sassuolo
1-0 Berat Djimsiti ('16 )
2-0 Duvan Zapata ('31 )
3-0 Mehdi Bourabia ('37 , sjálfsmark)
4-0 Duvan Zapata ('66 )
4-1 Mehdi Bourabia ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner