Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2019 22:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan Henry: Smá „banter" á milli vina og allt fer á hliðina
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson skoraði seinna mark Íslands þegar liðið lagði Andorra að velli í fyrsta leik undankeppni EM 2020. Ísland vann leikinn 2-0.

Þetta var fyrsta mark Viðars í keppnisleik með íslenska landsliðinu.

Hann beindi fagni sínu að félaga sínum, Kjartani Henry Finnbogasyni. Kjartan Henry hefur látið í sér heyra á Twitter að undanförnu eftir að Viðar var valinn í landsliðið að nýju. Viðar hafði tilkynnt að hann væri hættur í landsliðinu, en kom aftur til baka.

Viðar sagði í viðtali við Fótbolta.net í kvöld að um grín á milli félaga væri að ræða.

„Grín á móti gríni. Við erum að vinna með það. Menn eru alltaf að grínast í þessu. Ég og Kjarri erum góðir vinir og ég lokaði hringnum," sagði Viðar.

Kjartan Henry fór svo á Twitter og sagði fólki að slaka á. Hér að neðan er tíst hans.


Viðar Örn um fagnið og endurkomuna: Grín á móti gríni
Athugasemdir
banner