Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. mars 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moyes: Peningurinn í dag hefði þýtt Meistaradeild fyrir Everton undir minni stjórn
Mynd: Getty Images
David Moyes, fyrrum stjóri Everton, Manchester United og fleiri liða, sagði í viðtali í dag að hann hefði komið Everton í Meistaradeildina sem stjóri ef hann hefði haft sömu peninga til að eyða og Marco Silva, núverandi stjóri Everton hefur eytt á þessari leiktíð.

Moyes stýrði Everton á árunum 2002-2013 og kom þeim einu sinni í Meistaradeildarsæti. Það var tímabilið 04-05 en Everton datt út í undankeppni Meistaradeildarinnar.

„Ef við hefðum haft pening í að kaupa heimsklassa framherja hefðum við verið reglulega í Meistaradeildinni," sagði Moyes í viðtali við beIN SPORTS.

„Við höfðum ekki þann pening sem Everton hefur núna. Ég var í góðu sambandi við Bill Kenwright. Þegar ég tók við sagði hann mér að ég fengi fimm milljónir punda á hverri leiktíð."

„Við þurftum að selja leikmenn eins og Rooney, Lescott, Rodwell og Arteta. Stundum þarf að gera það þegar félagið hefur ekki mikið fjármagn til að vinna með."
Athugasemdir
banner
banner
banner