Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. apríl 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhugaverðar niðurstöður úr könnun KÞÍ meðal þjálfara
Mynd: Getty Images
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stóð fyrir könnun á meðal íslenskra knattspyrnuþjálfara um stöðu þeirra vegna kórónuveirunnar dagana 4.-13. apríl.

Það er ýmislegt áhugavert sem kemur fram í könnuninni. Það tóku 194 þjálfarar þátt; yngri flokka þjálfarar, meistaraflokks þjálfarar, þjálfarar sem eru að þjálfa alla hópa og þjálfarar sem eru ekki að þjálfa í augnablikinu.

Það kemur fram í könnunni að 17 prósent þjálfara fái greiðslur sem ekki eru gefnar upp til skatts; þeir fái greitt svart.

Hákon Sverrisson, formaður Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport í gær og sagði þar: „Þetta eru kannski afleiðingar af gömlum vana fyrir tugum ára síðan þegar reynt var að halda úti starfsemi. Þá nýttu menn allar leiðir til að greiða þjálfurum eða búa til einhvers konar umbun. Við sjáum á þessu að á mörgum stöðum sé umbun enn í formi þessara greiðslna."

„Við erum að reyna að fá fleiri inn í okkar félag til að böndum utan um þetta og til þess að hafa meiri ramma í kringum starfið."

Einnig var spurt um mánaðarlaun, hvort að þjálfun væri aðalstarf, um launalækkun vegna kórónuveirunnar og fleira. Athyglisvert er að 55 prósent þeirra sem hafa tekið á sig launalækkun segja að sú ákvörðun hafi verið tekin einhliða af stjórnendum knattspyrnufélagsins.

Svo var spurt: Ertu sátt/ur ef þú þarft að taka á þig launalækkun. Það bárust 174 svör við þeirri spurningu og sögðu 51,7 prósent já og 48,3 prósent nei. Alls eru 57,7 prósent mjög ánægð eða ánægð með samskipti við félag sitt á þessum tímum.

Þá sögðust 17,5 prósent af 194 aðilum hafa kvittað upp á bréf fyrir leyfiskerfi KSÍ um að félag skuldi ekki laun þegar raunin er önnur.

Allar niðurstöður könnunarinnar má nálgast með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner