Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. júlí 2018 16:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sviss: Rúnar sendur í burtu í fyrra en núna orðinn fyrirliði
Rúnar og Guðlaugur Victor fyrirliðar í Sviss
Rúnar Már Sigurjónsson var fyrirliði í dag.
Rúnar Már Sigurjónsson var fyrirliði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svissneska úrvalsdeildin er hafin að nýju og voru íslensku leikmennirnir í deildinni í eldlínunni í dag.

Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru að spila í deildinni, Victor með bikarmeisturum Zürich og Rúnar Már með Grasshoppers.

Rúnar var á láni hjá St. Gallen seinni hluta tímabilsins í fyrra þar sem hann var ekki inn í myndinni hjá Murat Yakin, þáverandi þjálfara liðsins. Nýr þjálfari liðsins, Þjóðverjinn Thorsten Fink, virðist vera hrifnari af Rúnari Má því Rúnar var með fyrirliðabandið hjá Grasshopper í dag.

Grasshopper spilaði við meistarana í Young Boys og þurftu Rúnar og félagar að sætta sig við 2-0 tap. Grasshopper missti mann af velli með rautt spjald í upphafi fyrri hálfleiks, í stöðunni 0-0 og það kostaði liðið.

Rúnar Már spilaði allan leikinn, líkt og Guðlaugur Victor gerði fyrir Zürich í 2-1 sigri á Thun. Guðlaugur Victor er fyrirliði Zürich.



Athugasemdir
banner
banner