Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. júlí 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Sarri: Þeir komnir lengra í sínum undirbúning
Mynd: Getty Images
Juventus lék sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í gær þegar liðið tapaði fyrir Tottenham í æfingamóti í Singapúr.

Þetta var jafnframt fyrsti leikur liðisins undir stjórn Maurizio Sarri. Harry Kane skoraði sigurmark leiksins með þrumufleyg úr miðjuboganum.

„Þetta var erfiður leikur gegn skipulögðu liði Tottenham. Þeir voru sneggri en við í öllum sínum aðgerðum og við brugðumst of seint við," sagði Sarri.

„Þeir eru komnir lengra í sínum undirbúning enda styttra í að enska úrvalsdeildin hefjist. Við höfum verk að vinna."

„Við tókum margar barnalegar og kjánalegar ákvarðanir með boltann. Tottenham er eðlilega í betra standi eins og staðan er núna en þetta mun koma hjá okkur," sagði Sarri að lokum.

Tottenham mun mæta Aston Villa í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 10. ágúst. Ítalska úrvalsdeildin hefst ekki fyrr en 25. ágúst.
Athugasemdir
banner