Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. júlí 2020 14:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leeds gerir metsamning við Adidas
Leeds vann Championship-deildina.
Leeds vann Championship-deildina.
Mynd: Getty Images
Leeds hefur skrifað undir samstarfssamning við Adidas um að þýski sportvöruframleiðandinn muni framleiða fatnað félagsins næstu fimm árið hið minnsta.

Þetta er nýtt met fyrir Leeds sem hefur aldrei skrifað undir eins stóran samning við íþróttavöruframleiðanda.

Leeds hefur frá 2015 leikið í búningum frá Kappa en verður í búningum frá Adidas í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

„Við hlökkum til að vera í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og samstarf við Adidas, sem er eitt þekktasta nafnið í íþróttum, markar nýtt upphaf fyrir félagið," segir Angus Kinnear, framkvæmdastjóri Leeds, sem mætir Charlton í lokaumferð Championship í kvöld.

Sjá einnig:
'El Loco' og fleiri koma Leeds á réttan stað eftir 16 stormasöm ár
Athugasemdir
banner
banner