Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. júlí 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Xhaka: Hugarfar liðsins ekki boðlegt
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, setur spurningamerki við hugarfar liðsins eftir óvænt 1-0 tap gegn Aston Villa í gær.

Mikel Arteta og lærisveinar þurfa að vinna úrslitaleikinn gegn Chelsea í FA-bikarnum í næsta mánuði til að komast í Evrópudeildina.

Þetta er í fyrsta sinn í 25 ár sem Arsenal mun enda neðar en í topp sex.

„Þú getur ekki komið hingað og boðið upp á svona spilamennsku. Þetta var ekki nægilega gott og það er ekki hægt að spila með svona hugarfari," segir fyrrum fyrirliðinn.

„Við þurfum að vinna bikarinn til að ná Evrópusæti. Pressan er meiri og við munum gera allt til að vinna úrslitaleikinn."

„Aston Villa gaf allt í þennan leik og að mínu mati áttu þeir einfaldlega skilið að vinna," segir Xhaka en sigurmark Trezeguet lyfti Villa af fallsvæðinu. Villa á leik gegn West Ham í lokaumferðinni á sunnudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner