Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. október 2018 17:25
Elvar Geir Magnússon
Jón Þór: Frábært að fá þennan tíma til að undirbúa liðið
Ian Jeffs og Jón Þór Hauksson.
Ian Jeffs og Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýju landsliðsþjálfararnir, Jón Þór Hauksson og Ian Jeffs, hafa nægan tíma til að kynna sér hvern krók og kima áður en næstu alvöru keppnisleikir kvennalandsliðsins fara fram.

Íslandi mistókst að komast á HM í Frakklandi og næstu alvöru leikir verða í september á næsta ári þegar undankeppni EM fer af stað.

„Ef það eru einhverjir sem þekkja langt undirbúningstímabil þá eru það íslenskir þjálfarar. Það er frábært fyrir okkur að fá þennan tíma til að undirbúa liðið fyrir þessa stórleiki í september," sagði Jón Þór í Miðjunni, hlaðvarpsþætti Fótbolta.net.

„Það er okkar að gera það sem best og þróa okkar samvinnu, kynnast leikmönnum og veikleikum, styrkleikum, kostum og göllum. Við fáum stór verkefni til að undirbúa liðið."

Næstu vikur fara í að setja saman nýtt teymi kvennalandsliðsins og heyra í leikmönnum.

„Það verður mikið að gera í næstu vikum. Það er ýmislegt sem þarf að gera og við getum ekki beðið," sagði Jón Þór.

Smelltu hér til að hlusta á Jón Þór og Ian Jeffs í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner