Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. júlí 2020 10:19
Elvar Geir Magnússon
Shearer spáir því að Greenwood slái markamet sitt
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer spáir því að Mason Greenwood slái markamet sitt í ensku úrvalsdeildinni.

Greenwood er kominn með tíu deildarmörk fyrir Manchester United á tímabilinu en þessi 18 ára strákur er enn 250 mörkum frá metinu sem Shearer á.

„Hann á möguleika á því að verða ofurstjarna. Hann er með kraft í bæði vinstri og hægri fæti. Hann nær að skjóta snemma og það hefur markverðinum ekki möguleika á því að taka ákvörðun," segir Shearer.

„Hvort sem það er nærstöngin eða fjærstöngin. Það er kraftur í öllu sem hann gerir. Mér var kennt hjá Southampton að einbeita mér að hægri fætinum og gera hann óstöðvandi. Hann getur gert það með með báðum fótum."

„Ég held að eftir tólf til þrettán ár getum við talað um að hann setji markamet í ensku úrvalsdeildinni. Það er svo margt sem getur gerst á ferli fótboltamanns en ég tel að hann sé svo góður."


Athugasemdir
banner
banner
banner