Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. október 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
Juventus vill miðvörðinn sem stærstu félögin þrá
De Ligt á ansi bjarta framtíð.
De Ligt á ansi bjarta framtíð.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja að Juventus hafi fundað með umboðsmanninum Mino Raiola um hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt.

Þessi 19 ára öflugi leikmaður hefur spilað ellefu landsleiki fyrir Holland og 77 aðalliðsleiki fyrir Ajax.

Barcelona, Paris Saint-Germain, Inter og Roma eru meðal félaga sem vilja fá varnarmanninn.

Núgildandi samningur De Ligt við Ajax rennur út 2021 en félagið getur framlengt hann um eitt ár.

Varnarvandræði Barcelona hafa verið í umræðunni en Samuel Umtiti er meiddur og Gerard Pique verið langt frá sínu besta.

De Ligt verður í eldlínunni með Ajax gegn Benfica í Meistaradeildinni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner