Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. október 2019 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ferdinand: Sterling er meðal fimm bestu leikmanna heims
Sterling hefur skorað 12 mörk í 55 A-landsleikjum.
Sterling hefur skorað 12 mörk í 55 A-landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand hefur miklar mætur á Raheem Sterling sem er lykilmaður í feykisterku liði Manchester City og enska landsliðinu.

Sterling skoraði þrennu í 5-1 sigri gegn Atalanta í gærkvöldi og hrósaði Ferdinand honum í hástert að leikslokum.

„Hann er klárlega meðal fimm bestu leikmanna heims í dag. Hann hefur gríðarlega mikil áhrif á leiki og er að raða inn mörkunum. Það verður að telja hann til bestu leikmanna heims," sagði Ferdinand í sjónvarpsveri BT Sport.

„Að mínu mati er hann besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar."

Sterling verður 25 ára í desember og er búinn að skora 12 mörk í 13 leikjum á tímabilinu. Í fyrra gerði hann 25 mörk í 51 leik og þar áður skoraði hann 23 mörk í 46 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner