Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2024 19:26
Brynjar Ingi Erluson
Markalaust hjá Karólínu - Þórdís Elva spilaði í stórsigri
Karólína Lea spilaði í jafntefli Leverkusen gegn Essen
Karólína Lea spilaði í jafntefli Leverkusen gegn Essen
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Bayer Leverkusen gerðu markalaust jafntefli við Essen í þýsku deildinni í dag.

Leverkusen var með öll völd á leiknum en náði ekki að nýta sér yfirburði sína.

Karólína var eins og venjulega í byrjunarliði Leverkusen og spilaði allan leikinn.

Leverkusen er í 5. sæti með 25 stig, tveimur meira en Essen.

Ingibjörg Sigurðardóttir lék þá allan leikinn í vörn Duisburg sem tapaði fyrir Leipzig, 3-0, í dag. Duisburg er á botninum með aðeins 4 stig.

Þórdís Elva Ágústsdóttir kom inn af bekknum í 6-1 stórsigri Växjö á Lidköping í riðlakeppni sænska bikarsins. Bryndís Arna Níelsdóttir var ekki með Växjö í dag.

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Áslaug Dóra Sigubjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir byrjuðu allar í 5-2 tapi Örebro gegn Hammarby. Örebro og Växjö eru bæði úr leik í bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner