Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 24. mars 2024 11:52
Elvar Geir Magnússon
Uppselt í vél Icelandair til Wroclaw
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Uppselt er í dagsferð Icelandair á úrslitaleik Íslands og Úkraínu í umspilinu um að komast á EM í Þýskalandi. Frá þessu er greint á heimasíðu flugfélagsins.

Áhugasamir geta skráð sig á biðlista með að senda póst á events@icelandair og haft verður samband ef það koma fleiri sæti í sölu.

Úkraína og Ísland mætast í Wroclaw í Póllandi á þriðjudag. Sigurliðið mun tryggja sér sæti á EM í sumar.

Svona er dagskráin í ferðinni á þriðjudag, 26. mars:

Flug FI1532 KEF - WRO klukkan 08:00, lending í Wroclaw klukkan 12:45

Rúta frá flugvell á "fanzone" í miðbæ Wroclaw

Farþegar koma sér sjálfir á leikvang. Leikur hefst klukkan 20:45 að staðartíma

Rúta frá leikvangi á flugvöll að leik loknum

Flug FI1533 aðfaranótt 27. mars WRO - KEF klukkan 01:45, lending í Keflavík klukkan 4:45 aðfaranótt 27. mars
Athugasemdir
banner