Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. júní 2020 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra María skrifar undir nýjan samning hjá Bayer Leverkusen
Sandra verður áfram hjá Leverkusen.
Sandra verður áfram hjá Leverkusen.
Mynd: Mirko Kappes
Sandra María Jessen hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Bayer Leverkusen til 2021.

„Við erum mjög ánægð með það að Sandra verði áfram hluti af okkar liði," segir þjálfari liðsins, Achim Feifel.

Sandra María er 25 ára gömul og uppalin í Þór/KA þar sem hún hefur leikið stærstan hluta ferilsins. Árið 2016 fór hún á láni til Þýskalands, til Bayer Leverkusen og í fyrra gekk hún svo í raðir félagsins.

Samningur hennar átti að renna út eftir núverandi tímabil, en hún verður áfram í Þýskalandi.

Það er ein umferð eftir í úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi, en Sandra María og stöllur hennar eru svo gott sem búnar að halda sér uppi.

Sjá einnig:
Sandra María: Eins og að taka fimm kíló af hvorri öxl
Athugasemdir
banner