Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2019 21:40
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Strákarnir okkar sundurspilaðir
Albert maður leiksins
Icelandair
Frakkar skoruðu fjögur.
Frakkar skoruðu fjögur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði gríðarlega sannfærandi á Stade de France gegn ógnarsterku liði Frakklands. Heimamenn réðu lögum og lofum allan leiktímann og mörkin hefðu getað orðið fleiri. Það var við ofurefli að etja.

Hannes Þór Halldórsson 4
Eftir að hafa varið frábærlega frá Giroud í fyrri háfleik var Hannes ansi klaufalegur þegar sóknarmaðurinn skoraði í þeim seinni.

Birkir Már Sævarsson 4
Orðinn næst leikjahæsti leikmaður Íslands með 90 landsleiki. Hefði viljað fagna þeim áfanga af betra tilefni.

Sverrir Ingi Ingason 3
Þriggja miðvarða kerfið gekk ekki upp og Sverrir fann sig ekki.

Ragnar Sigurðsson 4
Erfitt að ráða við frönsku heimsmeistaran.

Kári Árnason 5
Hafði í nægu að snúast eins og aðrir varnarmenn íslenska liðsins.

Hörður Björgvin Magnússon 4
Náði illa að ráða við Frakkana.

Aron Einar Gunnarsson 5
Fyrirliðinn hefur oft átt betri leiki. Fínn í fyrri en datt niður í seinni.

Rúnar Már Sigurjónsson 5
Lék fyrstu 57 mínúturnar.

Birkir Bjarnason 5
Við vorum undir á miðjunni... eins og á öðrum stöðum vallarins.

Gylfi Þór Sigurðsson 4
Besti leikmaður þjóðarinnar var talsvert frá sínu besta í kvöld og náði sér ekki almennilega á strik.

Albert Guðmundsson 6 - Maður leiksins
Hefði viljað sjá hann lengur inni á vellinum. Var feykilega líflegur í fyrri hálfleik í hrikalega erfiðri stöðu, einangraður í fremstu víglínu. Tekinn af velli á 62. mínútu.

Varamenn:

Alfreð Finnbogason 4
Kom inn á 62. mínútu.

Arnór Ingvi Traustason 4
Kom inn á 57. mínútu

Ari Freyr Skúlason lék of stutt til að fá einkunn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner