Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. maí 2019 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Aftonbladet 
Ekki mánuðir í það að Kolbeinn snúi aftur
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur misst af síðustu fjórum leikjum AIK vegna meiðsla.

Kolbeinn er búinn að leika 25 mínútur í búningi AIK en hann samdi við félagið í lok mars. Hann var búinn að vera að vinna í því að koma sér í gott stand áður en hann meiddist.

Kolbeinn hefur verið mjög meiðslahráður undanfarin ár og lítið spilað.

AIK gerði 1-1 jafntefli við Sundsvall í gær en í aðdraganda leiksins sagði Rikard Norling, þjálfari AIK, að það yrði vonandi ekki langt í það að Kolbeinn myndi snúa aftur.

„Hann er ekki alveg tilbúinn. Við sjáum hvernig hann verður í næstu viku. Það eru ekki einhverjir mánuðir í hann," sagði Norling fyrir leikinn gegn Sundsvall.

AIK er í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig eftir 11 leiki. Liðið er ríkjandi meistari í Svíþjóð.

Kolbeinn þarf að fara að spila ef hann ætlar að taka þátt í næstu landsleikjum Íslands. Þeir leikir eru gegn Albaníu og Tyrklandi á heimavelli í næsta mánuði. Leikirnir eru gríðarlega mikilvægir fyrir Ísland í undankeppni EM.
Athugasemdir
banner